Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu. Hann hefur sett sig í samband við landsþekkta rithöfunda og aðra sem tengjast íslenskri bókaútgáfu, í þeim tilgangi að stela handritum að nýjum bókum. Þegar rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni varð ljóst að hann væri nýjasta skotmark hins alræmda þrjóts ákvað hann að taka málin í eigin hendur. En mitt í rannsókn Friðgeirs var 29 ára Ítali handtekinn í New York, fyrir glæpi hins íslenskumælandi bókaþjófs. Við handtökuna vöknuðu fleiri spurningar en svör. Hver er bókaþjófurinn, og hvað vill hann. Friðgeir Einarsson ætlar að komast til botns í málinu.
Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu. Hann hefur sett sig í samband við landsþekkta rithöfunda og aðra sem tengjast íslenskri bókaútgáfu, í þeim tilgangi að stela handritum að nýjum bókum. Þegar rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni varð ljóst að hann væri nýjasta skotmark hins alræmda þrjóts ákvað hann að taka málin í eigin hendur. En mitt í rannsókn Friðgeirs var 29 ára Ítali handtekinn í New York, fyrir glæpi hins íslenskumælandi bókaþjófs. Við handtökuna vöknuðu fleiri spurningar en svör. Hver er bókaþjófurinn, og hvað vill hann. Friðgeir Einarsson ætlar að komast til botns í málinu.